Fara í efni

Söguskilti afhjúpað við Leirá

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra mun afhjúpa söguskilti við Leirá í Leirársveit, sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 12:00. 
Á skiltinu er farið yfir sögu Leirárkirkju, prentsmiðjuna á Leirárgörðum og Beitistöðum og sagt frá Magnúsi Stephensen og Jóni Thoroddsen.

Að afhjúpun lokinni mun Ásgeir Kristinsson frá Leirá segja frá sögu staðarins. Kór Saurbæjarprestakalls syngur nokkur lög og
boðið verður upp á veitingar sem sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju sér um.

Þetta er þriðji liður í verkefninu „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“ en áformað er að merkja tíu staði víðsvegar í sveitarfélaginu.

Allir velkomnir.