Skrifstofan lokuð vegna náms- og starfsferðar
04. júní 2025
Fimmtudaginn 5. júní og föstudaginn 6. júní nk. verður skrifstofa Hvalfjarðarsveitar lokuð vegna náms- og starfsferðar starfsfólks.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Þoli erindið ekki bið má hafa samband við oddvita, Andreu Ýr Arnarsdóttur, á netfangið andrea@hvalfjardarsveit.is