Skrifstofa lokuð vegna útfarar
Fimmtudaginn 29. janúar nk. kl. 13 verður borinn til grafar Ómar Örn Kristófersson, sveitarstjórnarfulltrúi í Hvalfjarðarsveit.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður af þeim sökum lokuð frá hádegi þann dag.
Ómar Örn Kristófersson
sveitarstjórnarfulltrúi í Hvalfjarðarsveit
f. 1. júní 1982 - d. 17. janúar 2026

Minningarorð
Ómar Örn sat í sveitarstjórn frá upphafi núverandi kjörtímabils og sinnti störfum í nefndum sveitarfélagsins. Framlag hans til sveitarstjórnarmála í Hvalfjarðarsveit var unnið af virðingu og í góðu samstarfi, fyrir það þakkar sveitarstjórn og sveitarstjóri af heilum hug.
Minning um góðhjartaðan og jákvæðan mann mun lifa áfram og er sambýliskonu, börnum og fjölskyldu Ómars vottuð innileg samúð, missir þeirra er mikill, megi Guð veita þeim styrk í sorginni.
Sveitarstjórn og sveitarstjóri