Sjóvarnir – Umsókn um framlag ríkissjóðs
Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e. samgönguáætlun 2026 2030.
Við gerð áætlunar verður endurskoðuð ósamþykkt samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 og bætt við hana áætlun um það sem framkvæma skal á árunum 2029-2030. Ef einhverjar breytingar eru áætlaðar m.v. fyrri samgönguáætlun, þarf að skilgreina það á umsóknarblaði, annars er nóg að senda inn tillögur fyrir árið 2029-2030. Tillaga að nýrri samgönguáætlun verður væntanlega lögð fram á Alþingi næsta haust.
Umsókn um ríkisframlög til verkefna á næsta áætlunartímabili skal senda til Vegagerðarinnar fyrir 20. júní 2025.
Gefinn er kostur á að sækja um framlag til sjóvarna vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar. Byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru mannvirki eða menningarminjar njóta forgangs við gerð sjóvarna. Vakin er athygli á að í 5. gr. sjóvarnalaga nr. 28/1997 er kveðið á um að landsvæði sem verja á, svo og varnarmannvirkin sjálf, hafi fengið meðferð samkvæmt skipulagslögum. Allar ábendingar og óskir sem berast frá sveitarfélögum um staði þar sem mannvirki eða önnur verðmæti eru í hættu af völdum sjávarflóða og landbrots verða skoðaðar, mat lagt á framkvæmdir og kostnað og verkefnum síðan forgangsraðað.
Þeir landeigendur í Hvalfjarðarsveit sem uppfylla skilyrði til framlags úr ríkissjóði vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar, eru vinsamlegast beðnir um að senda beiðni og tillögur að verkefnum á skipulag@hvalfjardarsveit.is fyrir 18. júní nk.
Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar