Fara í efni

Samvinna eftir skilnað - tilraunaverkefni

Hvalfjarðarsveit hefur gert samkomulag við félagsmálaráðuneytið um innleiðingu tilraunaverkefnis.

Þann 15. desember 2020 skrifaði Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar undir samning þess efnis að Hvalfjarðarsveit verði tilraunasveitarfélag varðandi innleiðingu á SES - Samvinna eftir skilnað.

SES er fengið frá Danmörku og byggir á rannsóknum sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn um það hvernig best verði staðið að stuðningi við fjölskyldur í skilnaði, svo fyrirbyggja megi vanlíðan, erfið samskipti og ágreining.

Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar mun bjóða upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra í skilnaðarferlinu og því geta foreldrar sem eru að skilja eða hafa skilið og vilja þiggja stuðning og ráðgjöf sett sig í samband við Félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.

Meðfylgjandi er kynningarmyndband um SES verkefnið.