Fara í efni
Hafnarfjall
7 SE 8 m/s
Akrafjall
7 ESE 6 m/s
Þyrill
7 E 9 m/s

Samstarfssamningur við Skógræktarfélag Skilmannahrepps

Hvalfjarðarsveit hefur gert fimm ára samstarfssamning við Skógræktarfélag Skilmannahrepps.  Í honum felst árlegur styrkur að fjárhæð kr. 300.000.- þannig að Skógræktarfélagið geti á sem bestan hátt sinnt umhirðu, viðhaldi og framkvæmdum við skóginn sem er í forsjá félagsins í Álfholtsskógi og við Melahverfi.  Á móti veitir Skógræktarfélagið íbúum sveitarfélagsins og Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar aðgang að skóginum til útivistar, útikennslu og almennrar heilsubótar auk þess sem aukið samstarf verður um viðburði í skóginum, t.a.m. í tengslum við Hvalfjarðardaga sem haldnir eru árlega. 

Hvalfjarðarsveit og Skógræktarfélag Skilmannahrepps eru sammála um mikilvægi Álfholtsskógar sem útivistarsvæðis fyrir íbúa sveitarfélagsins og að þar verði starfræktur „opinn skógur“ sem er samstarfsverkefni skógræktarfélaga og styrktaraðila.  Áhersla er einnig lögð á að skógurinn sé eftirsóknarverður til útivistar með góðum gönguleiðum, áningarstöðum og aðgengilegu fræðsluefni um lífríki, plöntur og náttúru skógarins.

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru hvattir til að vera duglegir að heimsækja Álfholtsskóg og njóta þar alls þess sem skógurinn hefur upp á að bjóða.