Fara í efni

Samningar undirritaðir vegna gatnagerðar 1. áfanga Melahverfis III

Undirritaðir hafa verið samningar vegna gatnaframkvæmda í Melahverfi, annars vegar verksamningur við Borgarverk ehf. um gatnaframkvæmdina og hins vegar samningur við Verkís ehf. um verkeftirlit framkvæmdarinnar.

Á myndinni eru Bjarni Benedikt Gunnarsson svæðisstjóri Verkís á Vesturlandi, Hlynur Sigurdórsson verkefnastjóri framkvæmda og eigna, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri og Atli Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri Borgarverks.

Samningarnir sem eru sameiginlegir með RARIK og Veitum ohf. felast í jarðvegsskiptum gatna, lagningu fráveitu, vatnsveitu, hitaveitulagna og ljósastaura. Lagðar verða fjarskiptalagnir Hvalfjarðarsveitar og lagnir RARIK, malbikun gatna og gangstétta, kantsteinum auk niðurtekta með doppuhellum og leiðarlínum fyrir gangandi umferð og umferðamerkjum.

Verklok framkvæmda er 30. desember 2025 en hér fyrir neðan má sjá mynd af framkvæmdasvæðinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Byggingarmagn innan 1. áfanga eru 3 einbýlishús, 4 parhús og 5 raðhús en nánari upplýsingar má finna í deiliskipulagi DSK-1_1200_A2P og greinargerð þess 100577-03-grg-001-v05-melahverfi-iii.pdf

Við skipulagsgerð 3. áfanga Melahverfis var markmiðið að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti hvað varðar stærð og gerð íbúðarhúsnæðis og mynda sterka þéttbýlisheild.