Fara í efni

Röst sjávarrannsóknasetur - íbúafundar

Röst sjávarrannsóknasetur boðar til íbúafundar 12. júní kl. 19:30 á Hótel Laxárbakka til að kynna fyrirhugaðar hafrannsóknir í botni Hvalfjarðar í júlí. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, mun segja frá rannsókninni, tilgangi hennar og markmiðum, og fulltrúi frá Hafrannsóknastofnun mun fjalla um grunnrannsóknir á haffræði Hvalfjarðar, en Hafrannsóknastofnun hlaut stóran styrk frá Röst fyrr á þessu ári í tengslum við verkefnið.

Röst sjávarrannsóknasetur leiðir uppbyggingu fyrstu rannsóknastöðvarinnar í alþjóðlegu neti sjávarrannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiative. Carbon to Sea leiðir metnaðarfulla alþjóðlega rannsóknaráætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni hafsins (e. Ocean Alkalinity Enhancement, OAE) sé skilvirk, örugg og varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Carbon to Sea er óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem er starfrækt með stuðningi góðgerðasamtaka og vísindasjóða á sviði loftslagsmála.

Boðið verður upp á léttar veitingar.