Reikningar árið 2025 – skilafrestur til 20. janúar
09. janúar 2026
Uppgjörsvinna ársins 2025 er hafin hjá Hvalfjarðarsveit og þarf frágangi bókhalds að ljúka í febrúarbyrjun.
Í ljósi þessa er öllum sem eiga eftir að senda inn reikninga til sveitarfélagsins fyrir árið 2025 bent á að gera það hið fyrsta.
Lokað verður fyrir innskráningu reikninga vegna ársins 2025 þriðjudaginn 20. janúar nk. og þurfa því allir reikningar fyrir árið 2025 að berast fyrir þann tíma.
Samhliða er bent á að einungis er tekið á móti rafrænum reikningum hér.