Fara í efni

Ráðherraheimsókn

Fulltrúar Hvalfjarðarsveitar ásamt fulltrúum Þróunarfélags Grundartanga tóku í gær á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Haraldi Benediktssyni, þingmanni Norðvesturkjördæmis. Samtal var tekið um hin ýmsu málefni en mest fór fyrir umræðu um Grænan iðngarð á Grundartanga en ráðherra er verndari þess verkefnis.

Viljayfirlýsing um stofnun Græns iðngarðs með hringrásarhugsun var undirrituð í maí 2022, unnið hefur verið að stofnun garðsins síðan þá og miðar þeirri vinnu vel áfram, það var því kærkomið að geta kynnt stöðu verkefnisins nú fyrir ráðherra. Nánari upplýsingar um Grundartanga, grænan iðngarð má finna á heimasíðu Þróunarfélagsins, sjá hér.