Fara í efni

Qair - Umhverfismat framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga

Þriðjudaginn 9. apríl verður kynningarfundur frá kl. 20:00-21:30 á Hótel Laxárbakka vegna umhverfismats á framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga.

Á fundinum mun Tryggvi Þ. Herbertsson hjá Qair á Íslandi fjalla um Katanes vetnisverkefnið, Bryndís Skúladóttir hjá VSÓ Ráðgjöf fjallar um mat á umhverfisáhrifum og Sturla Fanndal Birgisson hjá Qair fjallar um næstu skref.
Í lokin verður opið fyrir umræður.

Qair á Íslandi ehf. undirbýr nú framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Áform miðast við að framleiða vetni með rafgreiningu og áframvinna það íammoníak til að nota í orkuskiptum. Bæði alþjóðleg og innlend eftirspurn eftir grænu eldsneyti hefur aukist verulega m.a. til samgangna á landi og sjó.

Skipulagsstofnun hefur auglýst umhverfismatsskýrslu sem nú er aðgengileg í Skipulagsgátt. Öll geta kynnt sér skýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. apríl 2024 inn á Skipulagsgátt (www.skipulagsgatt.is).