Fara í efni

Páskaeggjaleit í Álfholtsskógi í Hvalfjarðarsveit

Laugardaginn 19. apríl nk. kl. 13:00 verður páskaeggjaleit í Álfholtsskógi.

Bílum skal lagt á bílastæðið og þaðan gengið upp að húsinu Furuhlíð þar sem leikurinn hefst.

Ánægjuleg stund til samveru fyrir bæði börn og fullorðna.  Leitað verður að litlum hvítum eggjum og þegar búið er að finna egg er því skilað og í stað þess fæst lítið súkkulaðiegg. Hver um sig fær 1 súkkulaðiegg. Nokkur blá egg verða einnig falin og fyrir blátt egg fæst stærra páskaegg.

Boðið verður uppá Swiss Miss og kaffi að leit lokinni.

Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga notalega stund saman.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps og Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar.