Fara í efni

Páskaeggjaleit í Álfholtsskógi í Hvalfjarðarsveit

Miðvikudaginn 27. mars nk. kl 16:30 mun fara fram páskaeggjaleit í Álfholtskógi í Hvalfjarðarsveit.

Bílum skal lagt á bílastæðið og þaðan gengið upp að húsinu Furuhlíð þar sem leikurinn hefst. Leitað verður að litlum hvítum eggjum og þegar búið er að finna egg er því skilað og í stað þess fæst lítið páskaegg. Nokkur blá egg verða einnig falin og fyrir blátt egg fæst stærra páskaegg.

Einungis verður 1 páskaegg á hvert barn.  Að leit lokinni verður boðið upp á Swiss Miss kakó og kaffi.

Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga notalega stund saman.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps og Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar