Fara í efni

Óskað eftir ábendingum og tillögum við gerð fjárhagsáætlunar

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2026–2029 og er íbúum Hvalfjarðarsveitar gefinn kostur á að senda inn ábendingar og tillögur í tengslum við þá vinnu.

Allar tillögur og ábendingar verða teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar. Ábendingar geta t.d. snúið að nýjum verkefnum, tillögum til hagræðingar í starfsemi Hvalfjarðarsveitar, verkefnum sem leggja þarf áherslu á eða annað sem íbúar telja mikilvægt að taka til skoðunar.

Áhugasamir íbúar eru hvattir til að skila inn tillögum eða ábendingum eigi síðar en 5. október 2025 í gegnum ábendingarhnapp á heimasíðu sveitarfélagsins: Senda ábendingu til sveitarstjórnar | Hvalfjarðarsveit eða á netfangið andrea@hvalfjardarsveit.is