Fara í efni
Hafnarfjall
-3 W 3 m/s
Akrafjall
-2 ENE 8 m/s
Þyrill
-2 ENE 8 m/s

Opið hús eldri borgara

Miðvikudaginn 18. desember sl. voru Litlu jólin haldin hjá eldri borgurum  í Hvalfjarðarsveit í umsjón Sigrúnar Sólmundardóttur og Maríu S. Sigurðardóttur.

Séra Þráinn Haraldsson flutti jólahugvekju, Ingileif Daníelsdóttir las  jólasögu og Gísli Einarsson skemmti okkur með harmonikkuleik og söng.  Boðið var upp súkkulaði og kökuhlaðborð.
Mæting var góð og allir skemmtu sér vel.