Fara í efni

Opið hús 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit

Opið hús verður í Miðgarði, miðvikudaginn 14. desember kl 15:00.

Þar sem hátíð ljóss og friðar gengur brátt í garð ætlum við að blanda saman gamni og alvöru og fá til okkar ýmsa góða gesti.
“Vinir Ragga Bjarna” ætla að skemmta okkur sem eru þeir Þoreir Ástvaldsson, Björgvin Franz Gíslason og Ásgeir Páll en þeir flytja lögin hans Ragga og segja góðar sögur af honum

Einnig ætlar sr. Ólöf Margrét Snorradóttir hjá Garða- og Saurbæjarprestakalli að koma og spjalla við okkur um jólahátíðina.

Boðið verður uppá hátíðarkaffi með heitu súkkulaði, tertum og smákökum.
Vonumst til þess að sjá sem flesta og eiga góða stund saman.