Fara í efni

Opið hús 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit

Opið hús verður í Miðgarði miðvikudaginn 13 desember n.k. kl 16:00.

Þar sem hátíð ljóss og friðar er á næsta leyti þá ætlum við að gera okkur glaðan dag með hátíðlegum veitingum, góðri jólatónlist og skemmtun.

Við fáum til okkar góða gesti.

Ung söngkona Helga Rún Sumarliðadóttir frá Akranesi syngur fyrir okkur jólalög.
Ársæll Rafn Erlingsson leikari og uppistandari frá Akranesi skemmtir okkur af sinni einskæru snilld og kitlar hláturtaugarnar.
Steinunn Pálsdóttir úr Borgarnesi spilar fyrir okkur og kemur okkur í jólaskap.
Kristín Marisdóttir frá Kirkjubóli segir frá sínum bernsku jólum.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir  hjá Garða- og Saurbæjarprestakalli kemur í heimsókn.

Hátíðarkaffi með heitu súkkulaði og tertum.
Hlökkum til að sjá sem flesta.