Fara í efni

Nýtt sorphirðudagatal

Samhliða breyttri úrgangsstjórnun í Hvalfjarðarsveit hefur verið gefið út nýtt sorphirðudagatal, sjá hér.

Vel hefur gengið að dreifa nýjum ílátum og í þessari viku lýkur útkeyrslu á fjórðu tunnunni, svokallaðri plasttunnu, sem er þá eingöngu ætluð fyrir plastefni. Í næstu viku ættu því öll heimili að vera með eftirfarandi ílát undir úrgang:

140 lítra brún tunna undir lífúrgang
240 lítra tunna undir almennan úrgang
240 lítra tunna undir plast
Ýmist 660 lítra (dreifbýlið) eða 240 lítra (Melahverfi/Krossland) undir pappír og pappa.

Ekki hefur reynst unnt að merkja allar tunnurnar eins og til stóð vegna veðurs, en Íslenska gámafélagið mun ljúka því um leið og færi gefst. Þá ættu öll ílát (gömul og ný) að vera merkt nýjum, samræmdum flokkunarmerkingum.
Töf hefur einnig orðið á innflutningi flokkunargáma undir málma, gler og textíl sem setja átti upp í Melahverfi núna í mars, samhliða breytingunni. Við vonum svo sannarlega að biðin eftir þeim ílátum verði ekki mjög löng.

Ef spurningar vakna þá endilega hafið samband við umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar: umhverfi@hvalfjardarsveit.is eða í síma 433 8500.

Arnheiður Hjörleifsdóttir
Umhverfisfulltrúi