Fara í efni
Hafnarfjall
11 NNW 1 m/s
Akrafjall
12 NW 1 m/s
Þyrill
12 W 2 m/s

Nýtt kynningarmyndband

Undanfarin misseri hefur Menningar- og markaðsnefnd sveitarfélagsins í samstarfi við Hrafn Art unnið að gerð kynningarmyndbanda fyrir sveitarfélagið.  Annars vegar er um að ræða kynningarmyndband sem miðast að því „að ferðast um Hvalfjarðarsveit í sumar“ og hins vegar „að búa í Hvalfjarðarsveit“. 

Myndbandið „að ferðast um Hvalfjarðarsveit í sumar“ er nú tilbúið til birtingar og hefur verið sett upp á heimasíðu sveitarfélagsins auk þess sem það verður sent til birtingar víða, s.s. í fjölmiðlum og fleiri stöðum.  Myndbandið má sjá hér.

Myndbandið „að búa í Hvalfjarðarsveit“ er í lokavinnslu en það verður birt um leið og er tilbúið.