Fara í efni
Hafnarfjall
7 NNW 1 m/s
Akrafjall
8 NW 1 m/s
Þyrill
7 WNW 2 m/s

Nýsköpunarsetur á Grundartanga - umsóknir

Vakin er athygli á því að hægt er að senda inn umsókn um aðstöðu á Nýsköpunarsetrinu á Grundartanga sem Nýsköpunarmiðstöð hefur umsjón með.
Slóð inn á umsóknina á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands má finna hér:

Tilgangur með stofnun og rekstri Nýsköpunarsetursins á Grundartanga er að styðja við nýsköpun í atvinnulífi. Nýsköpunarsetrinu er ætlað að auðvelda frumkvöðlum með hugmyndir að nýsköpun og raungera viðskiptahugmyndir sínar og hraða ferlinu frá því að hugmynd verður til og þar til rekstur hefst. Hugmyndirnar sem unnið verður með á Nýsköpunarsetrinu eiga að vera tengdar nýsköpun á sviði orku eða umhverfismála og hafa það að markmiði að leiða til verðmætasköpunar fyrir núverandi eða framtíðarstarfsemi á Grundartanga þjóðinni til heilla.

Að Nýsköpunarsetrinu á Grundartanga standa auk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Elkem Ísland, Hvalfjarðarsveit, Akraneskaupstaður og Þróunarfélag Grundartanga.