Fara í efni

Nýr starfsmaður velferðar- og fræðsludeildar Hvalfjarðarsveitar

Anna Guðrún Alexandersdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri á Velferðar- og fræðsludeild í Hvalfjarðarsveit og hefur hún þegar hafið störf.

Anna Guðrún er með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði og viðbótardiplóma í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á áhættuhegðun og velferð ungmenna. Hún er jafnframt með MA-gráðu í markaðsfræðum.

Hvalfjarðarsveit býður Önnu Guðrúnu velkomna til starfa.