Fara í efni

Nýr göngustígur úr Melahverfi að Eiðisvatni

Vinna við gerð göngustígs frá Háamel og niður að Eiðisvatni er lokið. Stígurinn er um 410m langur malarstígur sem hannaður var af verkfræðistofunni Verkís og lagning stígsins var í höndum Hróarstinds ehf. Stígurinn er frábær viðbót við útivistarsvæði í Hvalfjarðarsveit þar sem íbúar og gestir geta notið náttúrunnar líkt og á öðrum útivistarsvæðum í sveitarfélaginu.