Ný karfa fyrir lífrænan úrgang og bréfpokar til íbúa
17. desember 2025
Í ljósi ákvörðunar Sorpu að taka ekki lengur við maíspokum fyrir lífrænan úrgang/matarleifar frá heimilum hefur sveitarfélagið ákveðið að færa íbúum nýja körfu og búnt af bréfpokum. Dreifingin, sem verður í samstarfi við Björgunarfélag Akraness, hefst í vikunni og verður framhaldið eins og veður og aðstæður Björgunarfélagsins leyfa fyrir jólahátíðina.
Í janúarmánuði hyggst Björgunarfélagið fara um sveitarfélagið og safna dósum til styrktar kaupum á öflugra björgunarskipi fyrir félagið sem starfar bæði á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Átakið verður auglýst á íbúasíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar á umhverfi@hvalfjardarsveit.is
Umhverfis- og skipulagsdeild