Fara í efni

Ný flokkunareining í Hlíðarbæ

Sett hefur verið upp ný flokkunareining við Hlíðarbæ sem er farvegur fyrir þrjá úrgangsflokka: gler, málma og textíl.
Einingin er staðsett í göngufæri frá íbúagötunni í Hlíðarbæ og Hlöðum með góðu aðgengi fyrir verktaka til losunar.

Á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar (https://www.hvalfjardarsveit.is/is/thjonusta/umhverfismal/sorphirda-1/flokkun-urgangs-i-hvalfjardarsveit) er að finna nánari upplýsingar um flokkun.

Vonast er til að þessi viðbót verði enn frekari hvatning til íbúa til að halda áfram að flokka úrgang og koma hráefnum í réttan farveg.