Fara í efni

Nafn á útivistarsvæðið í Melahverfi

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar eftir hugmyndum að nafni á nýja útivistarsvæðið í Melahverfi.

Senda má nafnahugmyndir á netfangið andrea@hvalfjardarsveit.is

Hugmyndum þarf að skila inn fyrir 1. júli 2023 og hvetur sveitarstjórn alla íbúa að taka þátt. Sveitarstjórn mun taka endanlega ákvörðun um nafngift svæðisins sem verður formlega kynnt á Hvalfjarðardögum er haldnir verða hátíðlegir helgina 23.-25. júní nk.

Framkvæmdir við útivistarsvæðið í Melahverfi standa nú yfir og þessa dagana er verið er að helluleggja, koma fyrir leiktækjum, grillaðstöðu, körfuboltavelli og fleira en áætlað er að framkvæmdum verði lokið 15. júní nk. eða fyrir Hvalfjarðardaga.