Fara í efni
Hafnarfjall
13 NNW 2 m/s
Akrafjall
13 WNW 2 m/s
Þyrill
13 W 2 m/s

Myndlistarsýning Málverk og grafík

Hjónin Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland opna myndlistarsýninguna Málverk og grafík á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit næstkomandi föstudag kl. 18:00. Mun sýningin standa yfir til 7. júlí næstkomandi. Anna sýnir margs konar grafíkverk og Gunnar sýnir málverk. Á opnunardaginn mun Alma Rut syngja nokkur lög og Gunnar kveður og les úr ljóðabók sinni Höfuðstaf. Auk þess verður tilboð á smáréttum á Hótel Laxárbakka á opnunardaginn í tilefni þessa.