Fara í efni

Melahverfi II – br. deiliskipulag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september sl. að auglýsa deiliskipulagsbreytingar á Melahverfi II samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin felst í meginatriðum að breyta skipulagsmörkum með hliðsjón af skógræktarsvæðinu og draga úr umfangi íbúðarbyggðar þar. Innan breyttra deiliskipulagsmarka Melahverfis II er fyrirkomulagi lóða og skilmálum um íbúðalóðir breytt.

Helstu markmið deiliskipulagsins eru:
- að mæta eftirspurn fyrir nýjar íbúðahúsalóðir í Hvalfjarðarsveit.
- að fella fyrirhugaða byggð að núverandi byggð í Melahverfi og mynda sterka bæjarheild.
- að bjóða upp á fjölbreytni í búsetuformi og skapa búsetuskilyrði fyrir breiðan og  ólíkan samfélagshóp.

Melahverfi II-deiliskipulag
Melahverfi II-greinargerð

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.

 Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 9.október á milli 10:00 – 12:00.

 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Melahverfi II”. fyrir 20. nóvember 2020.

Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar