Fara í efni

Matarsóunarátak

Umhverfisnefnd Heiðarskóla
Umhverfisnefnd Heiðarskóla

Í Heiðarskóla hefur verið í gangi verkefni á vegum Umhverfisnefndar skólans, sem er skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk. Þau hafa haft eina matarvigtunarviku á hvorri önn.  Hún fer þannig fram að allar matarleifar eru vigtaðar í einni viku.  Á haustönn leifðu allir nemendur skólans 8.110 grömmum í heildina eða að meðaltali 90 grömmum á mann. Seinni matarvigtunarvikan var núna í mars og þá leifðu nemendur skólans 4.606 grömmum í heildina eða að meðaltali 51 grammi á mann.

Það er því ljóst að nemendur skólans stóðu sig mun betur á vorönn en haustönn í að leifa minna og fá sér passlega mikið á diskinn. Eins og allir vita er matarsóun ekki góð fyrir jörðina okkar.

Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu skólans.