Fara í efni

Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar

Sveitarstjórn hefur samþykkt að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 22. júlí til og með 2. ágúst nk. vegna sumarleyfa starfsfólks.

Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 24. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 14. ágúst nk.