Fara í efni

Ljósmynda- og skreytingakeppni 2025

Verðlaunamynd 2025
Verðlaunamynd 2025

Í tilefni af Hvalfjarðardögum var, líkt og undanfarin ár, efnt til skreytingarkeppni og ljósmyndasamkeppni.

Skreytingarkeppendur voru hvattir til að skreyta hjá sér í rauðum og hvítum lit. Að þessu sinni var Lækjarmelur 6 í Melahverfi valið best skreytta húsið og hlutu íbúar þess, Róbert Vilhjálmsson og Helga Dögg Lárusdóttir, verðlaun fyrir best skreytta húsið.

Í ljósmyndasamkeppni var mynd tekin af Josefinu E. Morell valin til verðlauna en myndina tók hún þegar gosmóðan lá yfir.

Öllum þátttakendum eru færðar bestu þakkir fyrir þátttökuna.