Fara í efni

List fyrir alla – Opið fyrir styrkumsóknir

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Opnað hefur verið á umsóknir í verkefnið List fyrir alla. Kallað er eftir listverkefnum sem eru sniðin að grunnskólabörnum um land allt og geta starfandi listamenn, sem og stofnanir og aðrir lögaðilar sem sinna barnamenningu sótt um.

Umsóknarfrestur er til 17. mars 2023 og má finna nánari upplýsingar sem og rafræna umsóknargátt á www.listfyriralla.is.
Hægt er að panta ráðgjöf hjá menningarfulltrúa SSV með því að senda á sigursteinn@ssv.is og panta viðtal.

Mat á umsóknum
Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla.  Listviðburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum unnin af metnaði og af fagfólki.  Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf.

Ákvörðun úthlutunar mun liggja fyrir eigi síðar en 19. maí 2023.