Lífrænn úrgangur í pappírspoka!
04. desember 2025
Aukning hefur verið á að notaðir séu maíspokar (jafnvel plastpokar) fyrir lífrænan úrgang í Hvalfjarðarsveit. Við minnum því á að nauðsynlegt er að maíspokar víki fyrir bréfpokum. Reynsla við moltugerð hefur leitt í ljós að maíspokar brotna illa niður á meðan pappírspokar brotna niður að fullu og auðvelda allt úrvinnsluferlið.
Ef ekki verður brugðist við mun starfsfólk við sorphirðu ekki losa tunnurnar ef innihald þeirra er ekki í lagi. Bréfpokar fást í öllum helstu matvöruverslunum og í vefverslun ÍGF hér https://gamafelagid.is/vara/9ltrbrefpokar80stk .
Með von um skjót viðbrögð
Umhverfis- og skipulagsdeild