Fara í efni

Lífrænn úrgangur í pappírspoka

Af gefnu tilefni vill Hvalfjarðarsveit koma því á framfæri að móttökuaðili lífræns úrgangs, GAJA, (Gas- og jarðgerðarstöð Gaju á Álfsnesi) tók einhliða ákvörðun um að hætta móttöku maíspoka með lífrænum úrgangi.

Tilkynning þess efnis barst frá rekstraraðila, ÍGF, sama dag og merkingar voru settar á tunnur víðsvegar í sveitarfélaginu og því kom tilkynningin sveitarfélaginu jafnmikið á óvart og íbúum.

Hvalfjarðarsveit fékk einungis upplýsingar um að til stæði að merkja tunnur, ekki að tunnur hefðu þegar verið merktar.

ÍGF mun losa/tæma allar tunnur fyrir lífrænan úrgang í þessari viku og næstu. Að henni lokinni þarf að hefja notkun pappírspoka fyrir lífrænan úrgang. 

Lífrænn úrgangur hefur verið flokkaður í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2011 með góðum árangri, en sveitarfélagið var með þeim fyrstu að taka þátt í því ferli. Vegna þróunar í tækni móttökustöðvar er nauðsynlegt að maíspokar víki fyrir bréfpokum. Reynsla við moltugerð hefur leitt í ljós að maíspokar brotna illa niður og festast í vélbúnaði á meðan pappírspokar brotna niður að fullu og auðvelda allt úrvinnsluferlið.

Bréfpokar fást í helstu matvöruverslunum og í vefverslun ÍGF hér.

Umhverfis- og skipulagsdeild