Fara í efni

Líf í lundi í Álfholtsskógi

Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður til viðburðarins "Líf í lundi í Álfholtsskógi" sunnudaginn 22. júní frá klukkan 13 til 16.
 
Á dagskrá verður mandölugerð, plöntugreining, axarkast og tálgunarkennsla fyrir börn og unglinga.
Hægt verður að fara í fræðandi göngutúr í skóginum kl 13:30 og taka þátt í plöntugreiningu.
 
Að lokum er hægt að fá sér hressingu Swiss miss eða kaffi og elda teinabrauð og sykurpúða.
Velkomin í útivistarparadísina Álfholtsskóg.
 

Öll eru velkomin í skóginn til að njóta dagsins.