Leirá L133774 - Deiliskipulag
04. september 2025
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. ágúst 2025 að auglýsa deiliskipulag fyrir Torfholt í landi Leirár L133774, til samræmis við 1. mgr. 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni felst að byggja íbúðarhús, 6 gestahús og hesthús/vélageymslu á 4 ha lóð.
Kynningartími tillögunnar er frá 4. september - 16. október 2025 í Skipulagsgátt.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Umhverfis- og skipulagsdeild