Fara í efni

LED lýsing ljósastaura

Í sumarlok lauk LED lýsingarvæðingu allra ljósastaura í Hvalfjarðarsveit. Framkvæmdinni er fyrst og fremst ætlað að bæta lýsingu og auka öryggi íbúa og gesta en samhliða næst jafnframt umtalsverður orkusparnaður við lýsingu ljósastaura í sveitarfélaginu.

Minnt er á að nú fer í hönd sá tími þegar veturinn er hvað dimmastur og því eru gangandi og hjólandi vegfarendur beðnir um að fara með gát og nota endurskinsmerki og borða auk ljósa eins og kostur er til að auka öryggi sitt í umferðinni.