Fara í efni
Hafnarfjall
5 W 2 m/s
Akrafjall
4 E 5 m/s
Þyrill
3 ENE 5 m/s

Laus störf í Skýjaborg

 Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: 

  • Leikskólakennari/leiðbeinandi 100% staða. 
  • Leikskólakennari/leiðbeinandi 80% staða + mögulega 20% tímabundið.  

 Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Leyfisbréf til kennslu  
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg 
  • Góðir skipulagshæfileikar 
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum 
  • Góð íslenskukunnátta

Í Skýjaborg er stytting vinnuvikunnar með 7 klst. vinnudag / 35 stunda vinnuviku með afleysingu. 

Hvalfjarðarsveit veitir starfsfólki sínu styrk til náms í leikskólakennarafræðum og leikskólaliðanámi. 

Störfin henta öllum kynjum. Störfin eru frá ágúst 2021. 

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Jóna Reynisdóttir leikskólastjóri í síma 892-5510. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí næstkomandi og skal senda umsóknir ásamt starfsferilsskrá í tölvupósti á netfang leikskólastjóra: eyrun@hvalfjardarsveit.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ef ekki fást leikskólakennarar verður litið til menntunar og reynslu. Laun samkvæmt SNS og viðkomandi stéttarfélags.