Fara í efni

Landeigendur sjávarjarða athugið

Vakin er athygli landeigenda sjávarjarða í Hvalfjarðarsveit á að birtar hafa verið kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“. Kröfurnar hefur ráðherra afhent óbyggðanefnd sem nú kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og skal kröfum lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024 fyrir Óbyggðanefnd, Borgartúni 29, 105 Reykjavík, postur@obyggdanefnd.is

Íbúar og jarðaeigendur eru hvattir til að sýna aðgæslu í þessum efnum og koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fyrir 15. maí nk. þar sem að öðrum kosti er hætta á að eignaréttur glatist á hólmum og skerjum sem mögulegt er að fylgi jörðum. Í Hvalfjarðarsveit snertir kröfulýsingin fjölda jarða, m.a. í Grunnafirði, Borgarfirði og við Hvalfjörð.

Nánari upplýsingar um kröfugerðina ásamt fleiri nytsamlegum upplýsingum má finna á heimasíðu Óbyggðanefndar, þar sem að auki eru nánari leiðbeiningar um málsmeðferð.