Lækur Hafnarlandi L210327 - Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. ágúst 2025 að auglýsa skipulagslýsingu að breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í landi Lækjar Hafnarlandi L210327 til samræmis við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, úr frístundabyggð í verslun og þjónustusvæði.
Heildarstærð skipulagssvæðis er um 15 ha og innan þess verður heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu fyrir allt að 60 gesti.
Kynningartími skipulagslýsingar er frá 20. ágúst til 3. september 2025 á www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgáttina. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Umhverfis- og skipulagsdeild