Fara í efni

Lækur Hafnarlandi - Aðal- og deiliskipulag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í landi Lækjar Hafnarlandi, L210327, í samræmi 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðasveitar 2020-2032 er auglýst nýtt deiliskipulag. Lóðin var skilgreind sem frístundasvæði í aðalskipulagi en með breytingu er henni breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Í skipulaginu er áætlað er að byggja íbúðarhús og gistihús fyrir allt að 60 gesti auk þjónustubygginga. Stærð skipulagssvæðis er um 15 ha.

Kynningartími tillagnanna er frá 12. nóvember – 24. desember 2025.

Tillögurnar er auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins og er til sýnis í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is).

Aðalskipulagstillagan er hér

Deiliskipulagstillagan er hér.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Umhverfis- og skipulagsdeild