Fara í efni

Kynningarfundur um úrgangsmál!

Miðvikudaginn 25. janúar verður haldinn kynningarfundur um breytta úrgangsstjórnun í Hvalfjarðarsveit. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 í Melahverfi.
Hann hefst kl. 17.30 og er áætlað að hann standi í um það bil klukkutíma.

Fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu kynna breytt fyrirkomulag við sorphirðu, m.a. fjölgun á ílátum, aukna flokkun í anda hringrásarhakerfisins og nýtt lagaumhverfi. Sveitarstjóri og umhverfisfulltrúi munu auk þess flytja stutt erindi en góður tími verður einnig fyrir umræður og fyrirspurnir.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest - boðið verður upp á kaffiveitingar.