Fara í efni

Kynningarfundur - Galtarlækur - Galtarhöfn

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 24. september 2025 að kynna tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir jörðina Galtarlæk L133627, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að athafnasvæði AT15 stækkar og umfang starfseminnar eykst. Nýtt hafnarsvæði verður skilgreint neðan athafnasvæðis. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi skipulagi. Áætlað er að ný höfn muni þjóna flutninga- og skemmtiferðaskipum með viðlegukanti sem nýtist til fjölbreyttrar hafnsækinnar starfsemi. Athafnasvæðið mun hýsa hreinlega og vistvæna starfsemi svo sem vörugeymslur, léttan iðnað og þjónustustarfsemi tengdri hafnarrekstri. Stærð skipulagssvæðisins er um 102 hektarar og afmarkast af svæði neðan þjóðvegar 1 í landi Galtarlækjar.

Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, þann 20. október 2025, og hefst fundurinn kl. 16:00.

Jökull Helgason
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar