Fara í efni

Kvennaverkfall þriðjudaginn 24. október 2023

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á morgun, þriðjudaginn 24. október, þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf. Sjá nánar inn á Forsíða - KVENNAVERKFALL (kvennafri.is)

Hvalfjarðarsveit tekur undir þá kröfu að kynbundnu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt.

Ráðgert er að karlmenn mæti til vinnu en ljóst er að starfsemi stofnana mun skerðast eða stöðvast þar sem konur og kvár eru 89% starfsfólks Hvalfjarðarsveitar og fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil.

Yfirlit yfir breytingar og/eða lokanir sem koma til vegna verkfallsins:

Heiðarskóli: Skert starfsemi
Skýjaborg: Lokað
Frístund: Opið
Heiðarborg: Lokað
Stjórnsýsluhús: Opið

Hvalfjarðarsveit styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og biður íbúa vinsamlegast um að sýna því skilning að ofangreind þjónusta stöðvist eða skerðist á morgun.