Fara í efni

Kvennaverkfall 24. október 2025

Föstudaginn 24. október, hafa samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar boðað til samstöðufunda undir yfirskriftinni kvennaverkfall.

Fjöldi kvenna og kvára sinna mikilvægum störfum hjá Hvalfjarðarsveit og vill sveitarfélagið skapa aðstæður til þess að konur og kvár sem kjósa að taka þátt í skipulagðri dagskrá í tengslum við boðað kvennaverkfall eigi þess kost ef aðstæður leyfa.

Af þessum sökum má reikna með þjónustuskerðingu eða lokunum stofnana, einna helst leik- og grunnskóla og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá skólunum hvað þetta varðar.

Hvalfjarðarsveit styður jafnréttisbaráttu kvenna og kvára og biður íbúa vinsamlegast um að sýna skilning á röskun í starfsemi stofnana á morgun.