Fara í efni

Kúludalsárland 4 L133703 - Deiliskipulag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. ágúst 2025 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Kúludalsárlands 4 L133703 til samræmis við 1. mgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan tekur til um 5,5 ha svæðis þar sem m.a. er gert ráð fyrir fastri búsetu, en á svæðinu eru nú sumarbústaðir, íbúðarhús og skemma.

Kynningartími tillögunnar er frá 20. ágúst til 1. október 2025 á www.skipulagsgatt.is .

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgáttina. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Umhverfis- og skipulagsdeild