Fara í efni

Krossland – deiliskipulag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínu þann 22.september sl. að auglýsa deiliskipulagstillögu Krosslands samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Í gildandi deiliskipulagi sem fellur úr gildi við samþykkt nýs deiliskipulags eru nokkrar breytingar sem hafa verið gerðar á því og talin er þörf á að taka saman þær breytingar og gera fyrirhugaðar breytingar í nýju endurskoðuðu skipulagi.
Tillagan gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu með mismunandi húsagerðum til að mæta auknum kröfum varðandi uppbyggingu og stækkun í kringum þéttbýlið í nálægð við Akranes og höfuðborgarsvæði. Gert er ráð fyrir allt að 126 íbúðum á 31 lóð.

Krossland-deiliskipulag
Krossland-greinargerð

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.

 Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 9.október á milli 10:00 – 12:00.

 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Krossland”. fyrir 20. nóvember 2020.

Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar