Fara í efni

Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit

Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna alþingiskosninga laugardaginn 25. september 2021 verður frá kl. 9:00 til kl. 21:00.  

 Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, Melahverfi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni.  

 Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis.

Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma og að gæta að eigin smitvörnum í samræmi við gildandi reglur.

 Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit:
Guðmundur Ólafsson
Jóna Björg Kristinsdóttir
Valdís Inga Valgarðsdóttir

Minnt er á að skila má utankjörfundaratkvæðum, eins og áður, á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar (eða setja í póstkassa).