Katanesvegur Grundartanga - breyting á Aðalskipulagi 2020-2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 9. júlí 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu við Kantanesveg á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og unnin í samræmi við grein 4.2. í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013, með síðari breytingum.
Fyrirhuguð er breyting á athafnasvæði (AT5) á Grundartanga og færa í iðnaðarsvæði. Svæðið er 49 ha stórt og heyrir undir Faxaflóahafnir sem annast rekstur hafna og tengdrar starfsemi. Umfjöllun í þessari skipulagslýsingu miðast því að miklu leyti að þeim framkvæmdum sem vitað er að standa til þó aðalskipulagsbreytingin miði að fjölbreyttari starfsemi.
Fyrirhuguð er framleiðsla í fiskeldi verður um 28.000 tonn á ári með hámarkslífmassa upp á um 18.000 tonn og verður staðsett á 15,3 ha. lóð nr. 34 á Grundartanga. Gert er ráð fyrir bæði seiðaeldi og matfiskeldi en heildareldisrými stöðvarinnar verður um 255.000 m³ og aflþörfin um 8,4 MW. Í deiliskipulagi verður gerð nánari grein fyrir uppbyggingu og mögulega nýjum lóðamörkum.
Kynningartími skipulagslýsingar er frá 16. júlí til 20. september 2025 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is).
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Jökull Helgason
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar