Fara í efni
Hafnarfjall
6 S 15 m/s
Akrafjall
5 ENE 2 m/s
Þyrill
5 SSE 8 m/s

Jólatrjáasala í Álfholtsskógi

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Skilmannahrepps í Álfholtsskógi verður dagana 11. og 12. desember og laugardaginn 18. des.frá kl 11:30 – 15:30 alla dagana.
 
Jólatrjáasalan er fjáröflunarstarfsemi félagsins til að viðhalda skóginum og bæta við hann en hann er nú „Opinn Skógur“ til útivistar allan ársins hring. Fimm stór jólatré úr skóginum hafa verið sett upp í Akranesbæ að vanda og eitt í Hvalfjarðarsveit.
Trén eru einkum sitkagreni og stafafura, vistvæn að sjálfsögðu og fyrir hvert tré sem fellt er, er plantað 10 trjám næsta vor. Félagar skógræktarfélagsins fá 500 kr afslátt af einu keyptu tré.
 
Verðskrá:
  •        - 1,0 m   5.000 kr
  • 1,0 – 1,5 m   7.000 kr
  • 1,5 – 2,0 m  8.000 kr
  • 2 – 2,5 m   10.000 kr
  • Einnig til sölu tröpputré á kr 3.000 og grenigreinar.
Allir hjartanlega velkomnir. Gott að hafa sög með sér. Skógarmenn leiðbeina á svæðinu og eftir skógarhöggið er boðið uppá kaffi/kakó og piparkökur ef Covid leyfir.
 
Öllum velkomið að gerast félagar í skógræktarfélaginu. Árgjald kr 2500.