Jólagleði á Vinavelli í Melahverfi
15. desember 2025
Sunnudaginn 14. desember síðastliðinn fór fram vel heppnuð jólagleði á Vinavelli í Melahverfi. Stekkjastaur og Giljagaur mættu á svæðið og glöddu gesti, dansað var í kringum jólatréð og jólasveinarnir færðu börnunum jólanammipoka. Einnig var boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Hvalfjarðarsveit þakkar öllum þeim sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna. Menningar- og markaðsnefnd og Kvenfélagið Lilja héldu utan um viðburðinn og er þeim færðar bestu þakkir fyrir.
Myndir frá viðburðinum má finna hér í myndasafni.