Fara í efni

Jólagleði á Vinavelli

Þann 9. desember síðastliðinn fór fram vel heppnuð jólagleði á Vinavelli í Melahverfi.

Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur í kuldanum og sáu jólasveinar til þess að stórir sem smáir skemmtu sér vel. Jólasöngvar voru sungnir og dansað var í kringum jólatréð. Jólasveinarnir komu færandi hendi með stútfullan poka af jólanammi fyrir káta krakka.

Hvalfjarðarsveit þakkar öllum þeim sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og er öllum sem komu að viðburðinum færðar bestu þakkir fyrir samstarfið.